Ágætu  foreldrar / forráðamenn.

Vikuna 16. – 20. október hefjast foreldraviðtöl í Tónskólanum Do Re Mi.

Tilgangur þessara viðtala er sá að gefa foreldrum kost á að ræða við hljóðfærakennara barns síns um það sem það er að gera í tónskólanum, t.d æfingar, námsframvindu, hvernig styðja má við námið og efla áhuga hvernig barninu gengur, hvað er gott og hvað mætti betur fara og annað sem foreldrum liggur á hjarta.

 Einnig eru þessi viðtöl mikilvæg fyrir hljóðfærakennarann.

         Kennarar skólans munu senda út boð til foreldra/forráðamanna um tíma vegna þessara viðtala.  Það má búast við að hjá sumum kennurum verði viðtölin jafnvel  fram í vikuna þar á eftir.  Gert er ráð fyrir 15 mínútum á nemanda.

Með kærri kveðju

Vilberg Viggósson

skólastjóri