Það er kennsla í dag miðvikudaginn 31. janúar í Tónskólanum Do Re Mi en mæti nemendur ekki vegna veðurs, þarf að tilkynna það og er litið á það eins og önnur forföll.

• Telji foreldrar vafasamt að senda börn í tónlistarskólann vegna óveðurs áréttar skólinn að aldrei sé teflt í tvísýnu, öryggi barnanna sitji ávallt í fyrirrúmi.

• Þegar óveður geisar er ætlast til þess að yngstu börnin séu ekki ein á ferð í og úr skóla, þannig að öryggi þeirra sé tryggt.

• Mikilvægt er að foreldrar sjálfir fylgist með veðri og veðurspám og hagi sér í samræmi við aðstæður hverju sinni.