Umsókn og Inntökuviðmið
Sækja um
umsóknarferli

Skref til þess að sækja um nám fyrir nemendur

Hægt er að sækja um skólavist á hvaða árstíma sem er, en Reykjavíkurborg sendir forráðamönnum tilkynningu um hvenær opnað er fyrir næst komandi skólaár.

Símanúmer fyrir frekari upplýsingar

(354) 551 – 4900

Senda tölvupóst

Skólagjöld 2023-2024

Sækja skólagjöld

01.

Sótt er um í gegnum TónVisku á eftirfarandi slóð: TónViska umsókn (smella hér)

02.

Velja þarf tónlistarskóla og hljóðfæri. Mikilvægt er að gefa allar upplýsingar varðandi nemandann, t.d. hvort hann hafi lært áður og hve lengi. Því meiri upplýsingar því betra.

03.

Þegar umsóknin hefur verið send, þá afgreiðir skólinn umsóknirnar eftir dagsetningu.
Huga þarf að því að ef umsókn lendir á biðlista, þá þarf að endurnýja umsóknina á hverju ári, því annars dettur umsóknin út af biðlistanum.  Dagsetning fyrstu umsóknar gildir. Sjá nánar hér

 

æfingin skapar meistarann

Tónlistarnám þarf að vera ánægjulegt og ánægjan felst ekki síst í  stolti nemandans yfir eigin framförum og aukinni færni. Til að svo verði þarf nemandinn að tileinka sér ákveðin vinnubrögð sem geta verið mismunandi eftir hljóðfærum. Öllum er það þó sameiginlegt að eigi einhver árangur að nást krefst það auk áhuga, daglegra æfinga og reglubundinnar ástundunar. Hljóðfæranám byggist þannig að miklu leyti á daglegri og reglubundinni þjálfun og er því að verulegu leyti heimanám.

Ýmsar upplýsingar

Námsframboð – hljóðfæraleiga – samleikur – tónfræðigreinar

h

Námsframboð

– fiðlu /víólu


– gítar


– harmoniku


– hörpu


– píanó


– selló


– þverflautu

Hljóðfæraleiga

Skólinn leigir út fiðlur, selló, gítara, harmonikur, hörpur og þverflautur. Einnig hafa verið leigð út píanó.

Leiguverð er mismunandi eftir hljóðfærum. Verðskrá hljóðfæraleigu má sjá hér (sjá hér).

Kennarar sjá um að afhenda og að láta skrifa undir hljóðfæraleigusamning sem berist til skrifstofu. Ekki seinna en við grunnpróf er ætlast til að nemendur hafi eignast sitt eigið hljóðfæri. Á þessu má þó gera undantekningar.

Z

Samleikur

Í aðalnámskrá tónlistarskóla er lögð mikil áhersla að nemendur öðlist reynslu af samleik á tónlistarnámi sínu, enda er samleikur og samsöngur mikilsverður vettvangur til að þjálfa nemendur, víkka sjóndeildarhring þeirra, þroska tónlistarsmekk og auka þekkingu nemenda á fjölbreytilegum tónbókmenntum. Auk þess hefur samleikur og samsöngur ótvírætt félagslegt gildi. Í Tónskólanum Do Re Mi eiga nemendur kost á að leika í hinum ýmsu samspilshópum svo sem strengjasamspili, gítarsveit, marimbusveit og blandaðri hljómsveit og minni kammerhópum t.d. fyrir vor-,  jóla- og þematóntónleika.

Tónfræðigreinar

Frá fyrsta eða öðru ári fá nemendur alla jafna kennslu í tónfræðigreinum, tónfræði og tónheyrn.  Hljóðfærakennarinn kennir tónfræðiheftið Ópus 1 þegar nemandinn er 9 ára. Árið sem nemandi er 10 ára tekur við formleg tónfræðikennsla í hóptímum hjá tónfræðakennara. Nemendur sem lokið hafa miðstigi og hyggja á framhaldsnám eiga þess kost að sækja tónfræðigreinar í öðrum skólum í Reykjavík þar sem tónfræðagreinar eftir miðróf eru ekki í boði í skólanum.

Námsmat

Til vitnisburðar um námsframvindu og námsgetu þreyta nemendur ýmist áfanga- vor- eða stigspróf

y

Hljóðfærapróf

Á hljóðfæraprófum eru eftirfarandi þættir prófaðir: Tónstigar og brotnir hljómar, lög og æfing, valþáttur þar sem er lögð áhersla á sköpunarmáttinn m.a. að nemendur semji sín eigin lög og loks óundirbúinn lestur af blaði. Á áfangaprófum eru það prófdómarar frá Prófanefnd tónlistarskóla (sjá hér). sem dæma prófin og gefa einkunn en kennarar skólans dæma vor- og stigspróf og fylla hljóðfæraprófseinkunnir út. Kennarar gefa einnig vetrarumsögn og iðnieinkunn sem taka mið af ástundun vetrarins. Einkunnir eru gefnar í tölum.

Vorpróf eru alla jafnan haldin í maí og allir nemendur sem ekki taka áfangapróf eða stigspróf taka vorpróf. Vorpróf taka mið af getu og stöðu nemandans á hverjum tíma.

Stigspróf er valkvætt í samráði við yfirstjórn skólans og kemur þá í stað vorprófs og eru kröfur á stigsprófum samkvæmt eldri námskrá.

Þau skiptast í I. stig og II. stig, sem eru tekin fyrir grunnprófið, IV. stig sem er á milli grunnprófs og miðprófs og svo VI og VII stig sem er á milli miðprófs og framhaldsprófs.

Áfangapróf

Samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla eru áfangapróf tekin þegar nemandi hefur öðlast tilskilda hæfni og ákveðna yfirferð. Áfangaprófin skiptast í:

Grunnpróf – Miðpróf – Framhaldspróf. 

Gerðar eru ákveðnar kröfur til þeirra er þreyta áfangapróf og til grundvallar liggur aðalnámskrá útgefin af menntamálaráðuneytinu sem og mat kennara á því hvenær nemandi er tilbúinn að þreyta próf enda alfarið kennarinn sem ákveður hvort barnið er tilbúið í áfangapróf. Foreldrar geta ekki haft áhrif á kennarann hvað þetta atriði varðar.

Tónfræðagreinapróf

Tónfræðinemendur taka árlega hlutapróf í tónfræði og tónheyrn þ.e.s. þeir nemendur sem ekki taka áfangapróf. Ætlast er til að tónfræðiprófum sé lokið a.m.k. viku fyrir vortónleika og ef mögulega viku fyrir hljóðfæravorprófin. Tónfræðikennarar fylla inn tónfræðieinkunnir nema í áfangaprófum en þá berast einkunnir frá Prófanefnd tónlistarskóla.

Ástundun

“Tónlistarnám þarf að vera ánægjulegt og ánægjan felst ekki síst í  stolti nemandans yfir eigin framförum og aukinni færni. Til að svo verði þarf nemandinn að tileinka sér ákveðin vinnubrögð sem geta verið mismunandi eftir hljóðfærum. Öllum er það þó sameiginlegt að eigi einhver árangur að nást krefst það auk áhuga, daglegra æfinga og reglubundinnar ástundunar. Hljóðfæranám byggist þannig að miklu leyti á daglegri og reglubundinni þjálfun og er því að verulegu leyti heimanám.”

(Úr Aðalnámskrá tónlistarskóla)