Fyrir hönd skólans vil ég bjóða ykkur á tónleika lengra kominna nemenda okkar sem verða þriðjudaginn 28. mars kl. 20:00 í Salnum í Kópavogi.

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.  Þetta er kærkomið tækifæri fyrir yngri nemendur að hlusta á þá eldri í mjög góðum tónleikasal.

Það eru frábærir krakkar að leika skemmtilega tónlist og endilega mæta og sýna þeim stuðning.

Bestu tónlistarkveðjur

f.h. Tónskólans Do Re Mi

Vilberg Viggósson skólastjóri.