Á fimmtudaginn kemur 26. maí heldur Finnur Breki Bjarnason framhaldsprófstónleika sína í Hannesarholti kl. 14:00.  Hann hefur verið nemandi við Tónskólann Do Re Mi frá 6 ára aldri.  Kennari hans á gítar frá byrjun er Rúnar Þórisson gítarkennari skólans.  Þetta eru fyrstu framhaldsprófstónleikar sem haldnir hafa verið við skólann og óskum við Finni Breka og Rúnari innilega til hamingju með þennan stóra áfanga.