Kæru foreldrar/forráðamenn nemenda í Tónskólanum Do Re Mi.

Jólatónleikar Tónskólans Do Re Mi verða haldnir í Neskirkju, laugardaginn 11. desember.

Þetta verða tvennir tónleikar. Þeir fyrri kl. 10:00 og svo kl. 12:00. Nemendur fá að vita frá hljóðfærakennara sínum. á hvorum tónleikunum þeir eiga að leika. Eins og reglurnar eru vegna covid-19 þá mega tónleikagestir koma á tónleikana ef sýnt er fram á neikvætt covid-19 hraðpróf. Ef reglurnar breytast, þá verður brugðist við því. Í allra versta falli verður tónleikunum streymt á youtube síðu skólans.

Með kærri kveðju

Vilberg Viggósson

skólastjóri