Skólaár 2021-2022
Umsókn og Inntökuviðmiðskólinn
Tónskólinn Do Re Mi hóf starfsemi sína haustið 1994. Stofnendur skólans voru Ágota Joó, Ingibjörg Ásta Hafstein og Vilberg Viggósson.
Skólinn var fyrst til húsa að Víðimel en mikil breyting varð á högum nemenda og kennara var þegar hann flutti frá Víðimel yfir í KR heimilið árið 1999. Við það urðu verulegar breytingar til góðs hvað varðar húsnæði, aðstöðu og aðgengi auk þess sem foreldrasamfélagið og nemendur skólans hafa verið einkar ánægðir með nærsamfélag íþrótta- og tónlistariðkenda sem ríkt hefur að Frostaskjóli 2.
Í upphafi byrjuðu 67 nemendur við skólann og kennarar voru fimm sem flestir voru í hlutastarfi. Nú starfa að jafnaði 13 kennarar við skólann sem hafa að baki góða menntum og kennslureynslu. Nemendafjöldi er um 130.
Skólastjóri er Vilberg Viggósson, aðstoðarskólastjóri er Rúnar Þórisson og deildarstjóri er Ágota Joó.
Skólinn starfar samkvæmt lögum um tónlistarskóla og kennt er eftir námskrám útgefnum af Menntamálaráðuneytinu. Rekstrargrundvöllur skólans byggir á styrk frá Reykjavíkurborg, skólagjöldum og frjálsum framlögum. Skólinn er í Samtökum tónlistarskóla í Reykjavík (S.T.Í.R.) og Samtökum tónlistarskólastjóra (S.T.S).
námstími
Starfstími skólans er alla jafna frá lok ágúst til lok maí ár hvert. Kennsla hefst alla jafna á síðustu 2-3 dögum ágúst mánaðar og lýkur um miðjan maí. Jóla- og páskafrí eru samkvæmt skóladagatali skólans. Haustfrí og vetrarfrí miðast við frí grunnskólanna í Vesturbæ. Frí vegna starfsdaga kennara í grunnskólum og vegna foreldraviðtala í grunnskólum eru ekki frí í tónlistarskólanum.
Hægt er að sjá skóladagatal skólans hér.
Hafa samband:
Tónskólinn Do Re Mi: Skrifstofa sími 551 4900
Kennarastofa: sími 571 4901
Netfang: doremi@simnet.is
SKÓLAREGLUR
Með því að senda inn umsókn í Tónskólann Do Re Mi samþykkir umsækjandi þá skilmála sem birtast í þessum skólareglum sem og gjaldskrá skólans og taka skilmálarnir gildi strax og umsækjandi hefur fengið staðfestingu á námsvist
Tónskólinn mun reyna að verða við sérstökum óskum eftir fremsta megni en áskilur sér einhliða rétt til að ákvarða um kennara eða kennslustað í samræmi við aðstæður hverju sinni.
Gjaldskrá skólans er háð ákvörðunum skólanefndar um gjaldskrárhækkanir og eru birtar á heimasíðu skólans fyrir hvert skólaár.
Forráðamönnum ber að ganga frá greiðslu skólagjalda fyrir upphaf hvers skólaárs. Ætli nemandinn að halda áfram námi næsta skólaár þá þarf að greiða staðfestingargjald fyrir 12. apríl. Staðfestingargjaldið er óendurkræft.

PÍANÓ

HARMÓNIKKA

FIÐLA

HARPA

GÍTAR

SELLÓ
KENNARAR

Aladár Rácz
Píanókennari

Ágota Joó
Píanókennari
Er fædd í Ungverjalandi. Hún hóf pianónám 7 ára að aldri. og útskrifaðist frá Franz Liszt Tónlistarháskólanum í Szeged, sem pianókennari, tónfræðikennari og kórstjóri. Hún hefur búið á Íslandi frá árinu 1988.
Ágota stjórnar Kvennakór Reykjavíkur og Senjórítum Kvennakórs Reykjavíkur. Ágota er einn af stofnendum Tónskólans Do Re Mi og hefur kennt við hann frá árinu 2006.

Ágústa María Jónsdóttir
Fiðlukennari
Stundaði nám í Barnamúsíkskólanum í Reykjavík, Tónlistarskólanum í Reykjavík, (þaðan lauk hún fiðlukennaraprófi) og Hochscule fur Musik und darstellende Kunst í Vínarborg.
Hún hefur verið fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslensku Óperunni frá árinu og hinum ýmsu hljómsveitum og kemmerhópum. Ágústa hefur kennt við Tónskólann Do Re Mi frá árinu 2003.

Birna Helgadóttir
Píanókennari

Halldór Pétur Davíðsson
Harmonikukennari

Jón Guðmundsson
Tónfræðakennari

Magnús Daníel Einarsson
Píanókennari
Lauk framhaldsprófi í píanóleik árið 2014. Ári seinna lá leiðin í tónlistardeild Listaháskóla Íslands undir leiðsögn Péter Máté og Eddu Erlendsdóttur. Hann hlaut bakkalárgráðu vorið 2021 en á námstímabilinu fór Magnús í eins árs skiptinám til Szeged í Ungverjalandi og tveggja ára píanóstillinganám í Bandaríkjunum.

Móeiður Anna Sigurardóttir
Fiðlukennari
stundaði nám á víólu hjá Helgu Þórarinsdóttur, Boston University, hvaðan hún lauk MM gráðu í víóluleik og lauk síðan Post Graduate gráðu í Sweelinck Conservatorium í Amsterdam. Hún starfaði sem víóluleikari hjá Opera North í Leeds í Englandi í 7 ár. Móeiður hefur kennt á fiðlu og víólu ásamt því að leika með SÍ. Hún hóf störf í Tónskólanum Do Re Mi 2015.

Ólöf Þorvarðsdóttir
Fiðlukennari

Rúnar Þórisson
Gítarkennari og aðstoðarskólastjóri

Sophie Marie Schoonjans
Hörpukennari
Sophie hóf kennslu í Tónskólanum Do Re Mi haustið 2007.

Tristan Cardew
Þverflautukennari

Victoria Tarevskaia
Sellókennari

Vilberg Viggósson
Skólastjóri og píanókennari
SPURT & SVARAÐ
Hvernig og hvenær á að sækja um skólavist?
Opnað er fyrir umsókn í byrjun mars ár hvert fyrir næstkomandi skólaár á rvk.is/ mínar síður
Komast allir að sem sækja um?
Hvernig eru umsóknir afgreiddar?
Inntaka nemenda byggir á m.a. á tímasetningu umsóknar og hvort laust er á hljóðfærið sem sótt er um. (Sjá viðmið vegna inntöku nemenda undir flipanum umsóknir)
Hvað ef ég fæ tilkynningu um að umsókn hafi verið sett á biðlista?
Ef umsókn er sett á biðlista þýðir það að nemandinn hefur ekki komist að á því skólaári. Ekki er send frekari tilkynning til umækjenda. Ef sótt er um aftur við skólann er best að taka það fram að viðkomandi nemendi eigi umsókn á biðlista. en huga þarf að því að ef umsókn lendir á biðlista, þá þarf að endurnýja umsóknina á hverju ári, því annars dettur hún út.
Hvar fer kennslan fram?
Hljóðfærakennslan fer fram á annarri hæð í KR heimilinu Frostaskjóli 2 og í sumum tilfellum í grunnskólunum og víðar. Tónfræðikennslan fer alfarið fram í Frostaskjóli 2.
Hvernig fer kennslan fram?
6 – 7 ára nemendum sem eru á fyrsta ári í hljóðfæranámi er kennt saman (tveir til þrír nemendur 2 x 30 mínútur í viku. Aðrir fá 2 x 30 mín. einkatíma í viku.
Kennslufyrirkomulagið í gítardeild skólans er aðeins frábrugðið, þar sem meira er um samkennslu nemenda. Allir nemendur frá 10 ára aldri fá sér tónfræðitíma 50 mín. í hóptímum í viku. Eldri nemendur og lengra komnir eru með lengri tónfræðitíma.
Er hægt að nýta frístundakortið?
Já.
Er veittur systkinaafsláttur af skólagjöldum?
Hvenær geta börnin byrjað að læra á hljóðfæri í skólanum?
Börn geta hæglega byrjað 6-7 ára að læra á hljóðfæri. Það fer eftir hljóðfærum. Til eru barnastærðir í fiðlu, selló, hörpu, gítar og harmóniku
Leigir skólinn út hljóðfæri?
Hver eru skólagjöldin?
Skólagjöldin eru uppfærð árlega með tilliti til vísitöluhækkunar og er hægt að sjá hér á síðunni undir flipanum: Umsókn
Er einhver annar kostnaður við námið en skólagjöld?
Á hvaða tímum eru hljóðfæra- og tónfræðitímarnir?
Hvert á að tilkynnna forföll?
Forföll ber að tilkynna á netfangið doremi(hjá) simnet.is. Einnig er hægt að tilkynna forföll í síma 551-4900.
Er bætt upp sú kennsla sem fellur niður vegna veikinda hljóðfærakennara?
Samkvæmt skólareglunum fellur kennsla niður á meðan á veikindum kennara stendur. Dragist veikindi kennarans á langinn, 2 vikur eða lengur, ber skólanum að útvega forfallakennara í hans stað.
Er bætt upp sú kennsla sem fellur niður vegna veikinda nemanda?
Samkvæmt skólareglunum á nemandi ekki rétt á að fá bætta upp hljóðfæratíma vegna veikinda.
Er möguleiki á samleik í skólanum?
Nemendur eiga kost á að leika í hinum ýmsu samspilshópum svo sem strengjasveit, gítarsveit, hljómsveit og minni kammerhópum.
Hvað með ástundun?
Hvaða próf eru tekin við skólann?
Samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla eru áfangapróf tekin eftir getu nemanda. Þar er prófað í óundirbúnum nótnalestri, sköpunarvalþætti, tónstigum og svo eru leikin lög og æfingar. Þeir nemendur sem ekki taka áfangapróf taka svokallað vorpróf. Það er mun minna í sniðum en áfangaprófin.
Geta foreldrar óskað eftir því að barnið þeirra taki áfangapróf?
Leika allir nemendur á jóla-, þema- og vortónleikum?
Byrjendur á fyrsta ári leika ekki á jólatónleikum, en þeir leika á vortónleikunum. Á þematónleikana velja kennarar nemendur í samleiksatriði og því eru yfirleitt ekki allir sem leika á þeim tónleikum.
Er skylda að leika á tónleikum?
Leika allir nemendur á jóla-, þema- og vortónleikum?
Eru sömu frí hjá ykkur og í grunnskólum hverfisins?
Mig vantar svör við öðrum spurningum. Hvert get ég leitað til að fá frekari upplýsingar?
Best er að senda fyrirspurnir á netfangið doremi(hjá) simnet.is. Einnig er hægt að hringja í síma skólans 551-4900.