Vegna óveðurs

Vegna óveðurs:
• Ekki er felld niður kennsla í Tónskólanum Do Re Mi í óveðri nema fyrir tilstilli almannavarnanefndar. Kennsla fer fram nema að almannavarnir eða skólinn hafi gefið út sérstaka tilkynningu um annað.
• Mæti nemendur ekki vegna veðurs, þarf að tilkynna það og er litið á það eins og önnur forföll.
• Telji foreldrar vafasamt að senda börn í tónlistarskólann vegna óveðurs áréttar skólinn að aldrei sé teflt í tvísýnu, öryggi barnanna sitji ávallt í fyrirrúmi.
• Þegar óveður geisar er ætlast til þess að yngstu börnin séu ekki ein á ferð í og úr skóla, þannig að öryggi þeirra sé tryggt.
• Mikilvægt er að foreldrar sjálfir fylgist með veðri og veðurspám og hagi sér í samræmi við aðstæður hverju sinni.
• Verið getur að kennsla einstaka kennara falli niður vegna veðurs eða ófærðar og sér sá kennari um að láta forráðamenn sinna nemenda vita.
• Foreldrar leggja ávallt sjálfir mat á það hvort fylgja þurfi barni í grunnskóla,
óháð því hvort tilkynning hafi borist frá yfirvöldum. Meti foreldrar aðstæður
• svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla, skulu þeir tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlilegar fjarvistir. Sama gildir ef börn eða foreldrar lenda í vandræðum á leið sinni til skóla og verða
frá að hverfa.
• Mikilvægt er að foreldrar/forráðamenn fylgist sjálfir með fréttum af veðri,
veðurspám og öðrum upplýsingum sem gætu haft áhrif á skóla- og
frístundastarf barna og bregðist við í samræmi við aðstæður hverju sinni.
• Aðstæður geta þróast með ófyrirséðum hætti og verið mismunandi eftir
hverfum og svæðum.
Sjá nánar á vef Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins: https://www.shs.is/hvad-get-eg-gert/roskun-a-skolastarfi