Viðmið um inntöku nemenda

Við afgreiðslu umsókna þar sem nemendur eru teknir inn í skólann er tekið tillit til og stuðst við eftirfarandi viðmið: 

  • Nemendur sem þegar eru í skólanum og vilja að halda áfram ganga fyrir svo framarlega sem þeir fylgja skólareglum og öðrum viðmiðum skólans. Fyllt er upp í þau pláss sem losna frá fyrra ári (það kemur í ljós í eftir miðjan apríl hversu mörg pláss losna).
  • Umsóknir eru afgreiddar fyrir lok apríl og því er ekki hægt að taka tillit til umsókna sem berast eftir 1. maí á því skólaári. 
  • Börn sem eru  að fara í annan  bekk  grunnskóla (7 ára)  ganga að jafnaði fyrir. Það getur numið allt að 50% inntöku nýrra nemenda.
  • Lágmarksaldur nemenda við inntöku í skólann er 6-7 ár eða annar bekkur grunnskóla. 
  • Hafi nemandi verið á biðlista eru meiri líkur á að hann fái pláss í skólanum. Ef fleiri en ein umsókn er um sama plássið þá gengur sá nemandi fyrir sem á elstu umsóknina og gildir þá dagsetning þeirrar umsóknar. Einungis er tekið tillit til biðlista umsókna ef nemandi hefur sótt um á hverju ári samfleytt. 
  • Nemendur úr öðrum sveitarfélögum geta fengið inngöngu að því tilskyldu að viðkomandi sveitarfélag greiði allan kennslukostnað.  Einnig geta nemendur sem komnir eru á framhaldsstig fengið inngöngu ef þeir falla undir samkomulag Ríkis og Sambands íslenskra sveitarfégum um eflingu tónlistarnáms. 
  • Þau börn sem þegar hafa hafið tónlistarnám hjá einkakennara eða í öðrum tónlistarskólum ganga að öllu jafna fyrir á viðkomandi hljóðfæri en sú afgreiðsla er háð ákvörðun skólans hverju sinni. 
  • Það getur skipt máli hvaða hljóðfæri er sótt um m.a. vegna þess að framboð hljóðfæra getur verið breytilegt á milli ára. Sú staða getur komið upp að það vanti nemanda á ákveðin hljóðfæri og gildir þá sú regla að val á hljóðfærið getur vegið þyngra en dagsetning umsóknar. 
  • Eigi umsækjandi systkini sem þegar eru í skólanum eða hafa verið, skal það skoðað sérstaklega og það metið.

Því miður komast ekki allir að þar sem skólinn fær takmarkað kennslutímamagn úthlutað frá Reykjavíkurborg. Í dag eru biðlistar á öll hljóðfæri en biðlistinn er þó mislangur eftir hljóðfærum.