551-4900 doremi@simnet.is

Tónleikar lengra kominna nemenda verða í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 3. apríl kl. 17:00.  

Þar leika þeir nemendur sem hafa lokið eða eru að ljúka miðprófi á sitt hljóðfæri.

Leikið verður á píanó, gítar, fiðlu, víólu, selló, hörpu og þverflautu. verk eftir ýmsa höfunda tónbókmenntanna þar á meðal Debussy, Doppler,  Beethoven, Mertz, Mozart, Scarlatti, Vivaldi.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Þetta er frábært tækifæri fyrir yngri nemendur skólans að koma að hlusta á þá eldri leika í fallegum sal með góðum hljómburði.